Eftir fjöl­mörg erfið ár á markaði hefur danski kraft­bjóra­fram­leiðandinn Mikkeller á­kveðið að hleypa Carls­berg inn í eig­enda­hóp fé­lagsins.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen hefur þetta lík­legast verið erfið á­kvörðun fyrir fé­lagið sem hefur árum saman reynt að að­skilja sig frá Carls­berg. Frá því að Mikkeller opnaði sinn fyrsta bar í Kaup­manna­höfn hefur staðið „Carls­berg Free Zone“ í glugganum.

For­stjóri og stofnandi Mikkeller, Mikkel Bjergsø, segir í sam­tali við Børsen að hann muni þó enn þá stýra fé­laginu.

Eftir fjöl­mörg erfið ár á markaði hefur danski kraft­bjóra­fram­leiðandinn Mikkeller á­kveðið að hleypa Carls­berg inn í eig­enda­hóp fé­lagsins.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen hefur þetta lík­legast verið erfið á­kvörðun fyrir fé­lagið sem hefur árum saman reynt að að­skilja sig frá Carls­berg. Frá því að Mikkeller opnaði sinn fyrsta bar í Kaup­manna­höfn hefur staðið „Carls­berg Free Zone“ í glugganum.

For­stjóri og stofnandi Mikkeller, Mikkel Bjergsø, segir í sam­tali við Børsen að hann muni þó enn þá stýra fé­laginu.

Töpuðu 2 milljörðum 2022

„Ég var orðinn þreyttur en núna get ég séð hlutina færast fram á við að nýju. Þessi samningur er að koma á góðum tíma fyrir mig,“ segir Mikkel.

Carls­berg keypti 20% hlut í Mikkeller en síðar­nefnda fyrir­tækið hefur verið leiðandi í hand­verks­bjórum í Dan­mörku í tvo ára­tugi.

Carls­berg mun einnig sjá um alla dreifingu fyrir Mikkeller en að sögn Børsen var ekki gefið upp hvað Carls­berg greiddi fyrir dreifinguna.

Mikkeller hefur þurft að yfir­gefa ýmsa markaði sem og að loka fjöl­mörgum börum síðast­liðinn ár er fé­lagið hefur verið að blæða peningum. Mikkeller tapaði 2,1 milljörðum króna árið 2022 en fé­lagið hefur ekki skilað hagnaði síðustu fimm ár.

„Það er sér­stakt að þurfa deila fé­laginu með þeim en ég hef áttað mig á því að mark­mið mín eru of há­leit til þess að ég geti gert þetta á eigin spýtur,” segir Mikkel.

Carls­berg mun einnig sjá um að brugga alla bjóra Mikkeller sem er horn í síðu margra kraftbjór­aunn­enda.