Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum hefur Davíð Helgason, stofnandi Unity, fest kaup á jörðinni Nesvík á Kjalarnesi fyrir 535 milljónir króna. Félag Davíðs Foobar Nesvík ehf., sem áður hét EA25 ehf., er skráð fyrir kaupunum en seljandinn er félagið ED Nesvik ehf. sem er í 95% eigu fjárfestisins Eggerts Þórs Dagbjartssonar og 5% eigu fasteignaþróunarfélagsins Íslenskra fasteigna. Á heimasíðu Foobar kemur fram að verið sé að þróa jörðina undir sköpun og atvinnustarfsemi.

Sjá einnig: Davíð kaupir jörð á Kjalarnesi af Eggerti

Nesvík er staðsett á milli golfvallarins í Brautarholti og jarðarinnar Presthúsa, sem félag Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno, Unnarstígur ehf. keypti á síðasta ári. Á jörðinni hyggst Haraldur ásamt eiginkonu sinni, listakonunni Margréti Rut Eddudóttur, byggja listamannasetur, tónlistarstúdíó og gallerí.

Greindi Haraldur frá þessu í færslu á Twitter fyrir ári síðan þar sem hann lýsti svæðinu sem „fallegustu landspildu Reykjavíkur". Fyrirhugað er að setrið opni á næsta ári.

Sjá einnig: Byggja listamannasetur á Kjalarnesi

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .