Disney hefur tilkynnt að það muni kaupi 33% eftirstandandi hlut í streymisþjónustunni Hulu af sjónvarpsrisanum Comcast.

Kaupin munu veita Disney fullt eignarhald yfir streymisþjónustunni og getu til að bæta efni hennar inn á Disney+ þjónustu sína.

Búist er við að yfirtaka Hulu muni kosta um 8,6 milljarða dali en Disney hefur verið í mikilli samkeppni við aðrar streymisveitur og hefur hagnaður fyrirtækisins farið minnkandi. Kaupin munu hins vegar bæta streymisefni við þjónustu Disney sem gæti aukið fjölda áskrifenda.

Disney hefur tilkynnt að það muni kaupi 33% eftirstandandi hlut í streymisþjónustunni Hulu af sjónvarpsrisanum Comcast.

Kaupin munu veita Disney fullt eignarhald yfir streymisþjónustunni og getu til að bæta efni hennar inn á Disney+ þjónustu sína.

Búist er við að yfirtaka Hulu muni kosta um 8,6 milljarða dali en Disney hefur verið í mikilli samkeppni við aðrar streymisveitur og hefur hagnaður fyrirtækisins farið minnkandi. Kaupin munu hins vegar bæta streymisefni við þjónustu Disney sem gæti aukið fjölda áskrifenda.

Í Bandaríkjunum selur Hulu nú þegar hluta af efni sínu til Disney+ og ESPN+ og geta áskrifendur Disney+ í Bretlandi meðal annars horft á Hulu-þættina The Kardashians og The Bear.

Disney sagði í tilkynningu í gær að viðræður við Comcast, móðurfyrirtæki NBC, stæðu enn yfir en það vonaðist til að ljúka við samningnum fyrir 1. desember næstkomandi.

Hulu er nú þegar með 48,3 milljónir áskrifenda, samanborið við 146,1 milljón áskrifenda Disney.