Tap Dohop nam 950 milljónum króna í fyrra, samanborið við 940 milljóna tap árið áður. Fjölgun flugfélaga í hópi viðskiptavina leiddi þó til 71% tekjuaukningar milli ára.

Bókfært eigið fé var neikvætt um 404 milljónir um áramótin en í apríl 2024 var 3 milljóna evra fjárfesting frá breska fjárfestingasjóðnum Scottish Equity Partners (SEP) samþykkt, sem og 2 milljóna evru lán frá Kreos/BlackRock.

Er það mat stjórnar að félagið sé þar með að fullu fjármagnað en gert er ráð fyrir að félagið skili hagnaði og jákvæðu sjóðsstreymi á næstu 12 mánuðum. Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop.