Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson mun ásamt liðsfélögum sínum í íslenska handboltalandsliðinu standa í ströngu í janúar á Heimsmeistaramótinu (HM) sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Í viðtali í veglegu Áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem kemur út á fimmtudaginn, segir hann mótið leggjast frábærlega í sig og hann bíði spenntur eftir að hefja leik.

„Það er alltaf mikil stemning í kringum stórmótin í handbolta hjá íslensku þjóðinni og dyggur stuðningur þjóðarinnar skiptir okkur miklu máli. Stórmótin gefa okkur í liðinu einnig mikið. Flestir okkar spila á erlendri grundu sem atvinnumenn þar sem við æfum og spilum með mönnum úr hinum ýmsu áttum. Í landsliðinu erum við meira að spila fyrir okkur sjálfa og þjóðina, sem þjappar okkur í leikmannahópnum vel saman. Mér finnst alltaf jafn gaman að mæta í landsliðsverkefni og hitta strákana.“

Á síðasta stórmóti í handbolta, sem fram fór í byrjun árs, var landsliðið hársbreidd frá því að komast í undanúrslit þrátt fyrir fjarveru nokkurra lykilmanna meðan á mótinu stóð vegna Covid-19 smita. Gæðin í leikmannahópnum eru talsverð og til marks um það spilar nokkur fjöldi leikmanna liðsins stórt hlutverk í stórum liðum á erlendri grundu. Aðspurður tekur Bjarki undir með blaðamanni að full ástæða sé til bjartsýni hjá þjóðinni fyrir góðu gengi á HM. Eins og gengur og gerist í íþróttum þurfi þó margt að ganga upp svo að þær væntingar verði að veruleika.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði