Gjald sem leggst á eftirlitsskylda aðila og fyrirtæki kemur til með að hækka umtalsvert á næsta ári en eftirlitsgjaldið er notað til að fjármagna Fjármálaeftirlitið, FME.

Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarps 2024 kemur fram að áætluð gjöld séu 3.203 m.kr. á næsta ári. Um er að ræða hækkun um 15,6% milli ára en áætluð gjöld fyrir árið 2023 eru 2.769 m.kr. Gjaldið hafði áður hækkað um 300 milljónir milli 2022 og 2023, eða 12%. Þannig nemur hækkunin á tveimur árum tæplega 30%.

Gjald sem leggst á eftirlitsskylda aðila og fyrirtæki kemur til með að hækka umtalsvert á næsta ári en eftirlitsgjaldið er notað til að fjármagna Fjármálaeftirlitið, FME.

Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarps 2024 kemur fram að áætluð gjöld séu 3.203 m.kr. á næsta ári. Um er að ræða hækkun um 15,6% milli ára en áætluð gjöld fyrir árið 2023 eru 2.769 m.kr. Gjaldið hafði áður hækkað um 300 milljónir milli 2022 og 2023, eða 12%. Þannig nemur hækkunin á tveimur árum tæplega 30%.

Upprunalega var áætlað að tekjur Fjármálaeftirlitsins og skilavaldsins af gjaldinu yrðu 3.091 m.kr. á næsta ári, sem er 112 m.kr. minna en í nýju frumvarpi ráðherra.

Í greinargerð við frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu í samræmi við tillögur Seðlabankans. Þær skýrist af breytingum á áætluðum kostnaði, m.a. vegna almennra verðlagshækkana á árinu 2023, spá fyrir verðlags- og launaþróun ársins 2024 og nauðsynlegum ráðningum á árinu 2023 til að mæta uppsafnaðri þörf vegna aukinna verkefna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.