Gjald sem leggst á eftirlitsskylda aðila og fyrirtæki kemur til með að hækka umtalsvert á næsta ári en eftirlitsgjaldið er notað til að fjármagna Fjármálaeftirlitið, FME.

Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarps 2024 kemur fram að áætluð gjöld séu 3.203 m.kr. á næsta ári. Um er að ræða hækkun um 15,6% milli ára en áætluð gjöld fyrir árið 2023 eru 2.769 m.kr. Gjaldið hafði áður hækkað um 300 milljónir milli 2022 og 2023, eða 12%. Þannig nemur hækkunin á tveimur árum tæplega 30%.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði