Match Group, eigandi stefnumótaforritins Tinder hefur kært Apple til indverskra samkeppnisyfirvalda. Í kærunni er Apple sakað um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, en Match telur Apple neyða framleiðendur smáforrita til að greiða háa þóknun vegna kaupa inni í forritinu (e. in-app purchaces). Reuters greinir frá
Í fylgigögnum kærunnar kemur fram að Match Group telur skilmála Apple draga úr nýsköpun og þróun, en söluþóknun Apple er 30%.
Svipað mál kom upp í Hollandi fyrr á árinu, en þá sektuðu hollensk samkeppnisyfirvöld Apple um 50 milljónir evra, sem eru um 7,2 milljarðir króna á gengi dagsins. En talið var að stefnumótaforrit ættu að eiga kost á því að nota fleiri greiðslulausnir heldur en þær sem eru innbyggðar í stýrikerfi Apple.