Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi B. Eggertssyni í ársbyrjun 2024. Einar mun gegna stöðu formanns borgarráðs fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins og Dagur tekur í kjölfarið þeirri stöðu. Þetta kom fram á kynningu á meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í dag.
Einar sagði að sáttmálinn uppfyllti allar þær kröfur Framsóknar um breytingar sem flokkurinn kallaði eftir í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna.
Fram kom að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verði formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Þá verður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, forseti borgarstjórnar.