Hlutabréfamarkaðir vestanhafs og í Evrópu virðast standa umtalsvert betur en á Íslandi. Arðgreiðsluleiðrétt Úrvalsvísitala íslenska hlutabréfamarkaðarins, OMX Iceland 15, hefur að vísu hækkað um 2% frá því á sama tíma í fyrra en lækkað um tæp 6% frá áramótum.

Sé horft til helstu vísitalna erlendis, sem einnig eru arðgreiðsluleiðréttar, hefur þróunin verið önnur.

Hlutabréfamarkaðir vestanhafs og í Evrópu virðast standa umtalsvert betur en á Íslandi. Arðgreiðsluleiðrétt Úrvalsvísitala íslenska hlutabréfamarkaðarins, OMX Iceland 15, hefur að vísu hækkað um 2% frá því á sama tíma í fyrra en lækkað um tæp 6% frá áramótum.

Sé horft til helstu vísitalna erlendis, sem einnig eru arðgreiðsluleiðréttar, hefur þróunin verið önnur.

Nasdaq 100 hefur hækkað um 39,6% undanfarið ár og um 18% frá áramótum, Euro Stoxx 50 hefur hækkað um 17% frá því á sama tíma í fyrra og 11% frá áramótum, og MSCI World Net – sem tekur til 23 þróaðra landa úr öllum heimsálfum – hefur hækkað um 24% á einu ári og 12% frá áramótum.

Þá hefur Dow Jones vísitalan hækkað um 19% á einu ári og um 5% frá áramótum, FTSE 100 vísitalan í London hefur hækkað um 14% á einu ári og um 9% frá áramótum, og DAX vísitalan í Frankfurt hefur hækkað um 15% á einu ári og 9% frá áramótum.

Úrvalsvísitölur í nágrannalöndunum Íslands hafa sömuleiðis hækkað. OMXC 25 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 13% á einu ári og 9% áramótum, OMXS30 vísitalan í Stokkhólmi hefur hækkað um 18% á einu ári og 10% frá áramótum, OMXH25 vísitalan í Helsinki hefur hækkað um 8% á einu ári og 3% frá áramótum, og OBX vísitalan í Osló hefur hækkað um 18% á einu ári og 9% frá áramótum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.