Jón „spaði“ Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, segir að þyrlur fyrirtækisins hafi ekki flogið yfir Grindavík í gær eins og ástandið var. Hann segir að flogið verði í dag en munu þyrlurnar þó halda sig norðan við Garð.

Íslenska þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland sagði í gær að það myndi ekki bjóða upp á útsýnisflug yfir Grindavík á meðan óvissa ríkir um framhaldið. Fyrirtækið sagði að útsýnisflug til að sjá heimili fólks verða hrauni að bráð væri ekki viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið.

Jón „spaði“ Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, segir að þyrlur fyrirtækisins hafi ekki flogið yfir Grindavík í gær eins og ástandið var. Hann segir að flogið verði í dag en munu þyrlurnar þó halda sig norðan við Garð.

Íslenska þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland sagði í gær að það myndi ekki bjóða upp á útsýnisflug yfir Grindavík á meðan óvissa ríkir um framhaldið. Fyrirtækið sagði að útsýnisflug til að sjá heimili fólks verða hrauni að bráð væri ekki viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið.

„Við mátum það að það væri ekki huggulegt að fljúga þangað í gær en þetta verður allt bara endurskoðað dag frá degi,“ segir Jón en bætir við að það var farið í eitt flug fyrir Morgunblaðið yfir bæinn.

Þau fáu flug sem verða í dag á vegum Norðurflug verða öll norðan við Grindavík en á morgunfundi sem fyrirtækið hélt í morgun var þeirri skipun beint til þyrluflugmanna að þeir ættu ekki að fara sunnan við Garð. Ákvörðun var tekin um að fljúga einungis yfir norðurenda sprungunnar á meðan einhver glóð er þar enn.

„Þetta virðist vera að fjara út en við ákváðum bara að vera þarna norðan við bæinn en ekki að fara yfir bæinn eins og samkeppnisaðilarnir voru að gera,“ segir Jón.