Eldri hjón voru rukkuð um tæpar 18 þúsund krónur (110 pund) af lággjaldaflugfélaginu Ryanair fyrir að prenta út brottfararspjöld sín. Hjónin voru á leiðinni frá London Stansted til Bergerac í Frakklandi á föstudaginn síðasta.

Ruth og Peter Jaffe eru 79 og 80 ára að aldri og sögðu þau í samtali við BBC Radio 4 að þeim væri gert að greiða gjaldið fyrir að hafa óvart hlaðið niður miðana fyrir heimferðina.

Þau bættu við að þeim fyndist heimasíða Ryanair mjög ruglingsleg en þrátt fyrir það náðu þau að prenta út miðana sína daginn fyrir flugið. Þegar þau komu út á flugvöll áttuðu þau sig á því að þau hefðu óvart prentað út vitlausa miða.

„Mér var sagt að ég þyrfti að fara að afgreiðsluborði Ryanair til að fá brottfararspjaldið mitt og þar vorum við rukkuð um 55 pund á mann. Mér einfaldlega blöskraði,“ segir Ruth og bætir við að hún hafði ekki annarra kosta völ en að borga, þar sem fólk beið þeirra í Frakklandi.

Eldri hjón voru rukkuð um tæpar 18 þúsund krónur (110 pund) af lággjaldaflugfélaginu Ryanair fyrir að prenta út brottfararspjöld sín. Hjónin voru á leiðinni frá London Stansted til Bergerac í Frakklandi á föstudaginn síðasta.

Ruth og Peter Jaffe eru 79 og 80 ára að aldri og sögðu þau í samtali við BBC Radio 4 að þeim væri gert að greiða gjaldið fyrir að hafa óvart hlaðið niður miðana fyrir heimferðina.

Þau bættu við að þeim fyndist heimasíða Ryanair mjög ruglingsleg en þrátt fyrir það náðu þau að prenta út miðana sína daginn fyrir flugið. Þegar þau komu út á flugvöll áttuðu þau sig á því að þau hefðu óvart prentað út vitlausa miða.

„Mér var sagt að ég þyrfti að fara að afgreiðsluborði Ryanair til að fá brottfararspjaldið mitt og þar vorum við rukkuð um 55 pund á mann. Mér einfaldlega blöskraði,“ segir Ruth og bætir við að hún hafði ekki annarra kosta völ en að borga, þar sem fólk beið þeirra í Frakklandi.

„110 pund fyrir 2 blöð sem tók 1 mínútu. Skammastu þín“

Á sunnudaginn birti dóttir þeirra færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir móður sína hafa gert heiðarleg mistök. „110 pund fyrir 2 blöð sem tók 1 mínútu. Skammastu þín,“ skrifaði hún til Ryanair. Hún segir einnig að foreldrar hennar þurftu einnig að greiða aukagjald fyrir að fá að sitja saman, en faðir hennar er með fötlun.

Færslan hefur verið skoðuð af 13 milljón notendum og hafa margir kvartað yfir háum kostnaði við að prenta út brottfararspjald á flugvellinum og öðrum „óvæntum“ gjöldum. Einn notandi benti meðal annars á að það hefði verið ódýrara að fara út í næstu raftækjaverslun, kaupa prentara og prenta miðana út sjálfur.

Hjónin hafa kvartað til Ryanair en segjast ekki búast við að fá nein svör til baka. „Ég held að þeir muni segja að þetta sé í smáa letrinu og að þetta hafi verið okkur að kenna. Sem það var, en þetta voru raunveruleg mistök. Það er afar ósanngjarnt að refsa fólki sem gerir svona saklaus mistök,“ segir Ruth.