Elon Musk hefur ákveðið að setja Twitter-skiltið, sem situr enn á byggingunni í San Francisco, ásamt nokkrum öðrum munum fyrirtækisins á uppboð. Ákvörðunin kemur örfáum vikum eftir að fyrirtækinu var breytt frá Twitter yfir í X.

Alls munu 584 hlutir fara á uppboð, þar með talið kaffiborð, risastórt fuglabúr og olíumálverk af myndum sem urðu vinsælar á Twitter.

Eftir að Elon Musk keypti Twitter á síðasta ári hefur hann rekið þúsundir starfsmanna í hagræðingarskyni og er uppboðið talið vera hluti af þeirri umbreytingu.

Elon Musk hefur ákveðið að setja Twitter-skiltið, sem situr enn á byggingunni í San Francisco, ásamt nokkrum öðrum munum fyrirtækisins á uppboð. Ákvörðunin kemur örfáum vikum eftir að fyrirtækinu var breytt frá Twitter yfir í X.

Alls munu 584 hlutir fara á uppboð, þar með talið kaffiborð, risastórt fuglabúr og olíumálverk af myndum sem urðu vinsælar á Twitter.

Eftir að Elon Musk keypti Twitter á síðasta ári hefur hann rekið þúsundir starfsmanna í hagræðingarskyni og er uppboðið talið vera hluti af þeirri umbreytingu.

Einn stærsti munurinn sem hægt verður að kaupa er stórt Twitter-skiltið sem prýðir enn byggingu höfuðstöðvar fyrirtækisins. „Fuglinn er enn fastur á byggingunni. Kaupandi ber ábyrgð á að ráða verktaka í San Francisco sem hefur leyfi til að fjarlægja það,“ segir í auglýsingunni.

Í síðasta mánuði reyndi fyrirtækið að fjarlægja skiltið á eigin spýtum en sú ákvörðun var stöðvuð tímabundið af yfirvöldum í San Francisco.

Tvö olíumálverk verða einnig seld á uppboði. Annað er málverk af ljósmyndinni sem tekin var af Obama-hjónunum eftir endurkjör Barack Obama árið 2012 og hin er af „sjálfu“ Ellen Degeneres sem hún tók með hóp ásamt nokkrum stjörnum á Óskarsverðlaunahátíðinni 2014.

Uppboðið mun hefjast 12. september og er áætlað að því muni ljúka tveimur dögum seinna.