Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,03% í 1,6 milljarða króna veltu í Kauphöllinni í dag.
Hlutabréfaverð Ísfélagsins leiddi hækkanir á aðalmarkaði er gengi félagsins fór upp um 1,6%. Ísfélagið er eina félagið sem hefur hækkað um meiri en 2% síðustu tvo viðskiptadaga.
Viðskiptablaðið greindi frá því í hádeginu í dag að Fram ehf., móðurfélag ÍV fjárfestingarfélags sem heldur utan um hlut Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu hennar í Ísfélaginu, hagnaðist um 22 milljarða í fyrra.
Hlutabréfaverð Marels leiddi lækkanir í viðskiptum dagsins er gengi félagsins fór niður um rúmt 1%.
Hlutabréf í Play tóku örlítið við sér á First North markaðinum og fór gengið upp um rúm 4%.
Dagslokagengi flugfélagsins var 1,96 krónur en bréf félagsins verða tekin til viðskipta á aðalmarkaði á morgun. Play greindi frá því eftir lokun markaða að flugfélagið flytti 187.835 farþega í júlímánuði.