Úr­vals­vísi­talan hækkaði um 0,03% í 1,6 milljarða króna veltu í Kaup­höllinni í dag.

Hluta­bréfa­verð Ís­fé­lagsins leiddi hækkanir á aðal­markaði er gengi fé­lagsins fór upp um 1,6%. Ís­fé­lagið er eina félagið sem hefur hækkað um meiri en 2% síðustu tvo viðskiptadaga.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í há­deginu í dag að Fram ehf., móður­fé­lag ÍV fjár­festingar­fé­lags sem heldur utan um hlut Guð­bjargar Matthías­dóttur og fjöl­skyldu hennar í Ís­fé­laginu, hagnaðist um 22 milljarða í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Marels leiddi lækkanir í við­skiptum dagsins er gengi fé­lagsins fór niður um rúmt 1%.

Hluta­bréf í Play tóku ör­lítið við sér á First North markaðinum og fór gengið upp um rúm 4%.

Dagsloka­gengi flug­fé­lagsins var 1,96 krónur en bréf fé­lagsins verða tekin til við­skipta á aðal­markaði á morgun. Play greindi frá því eftir lokun markaða að flug­fé­lagið flytti 187.835 far­þega í júlí­mánuði.