Hagnaður auglýsingastofunnar Ennemm nam 7,5 milljónum króna árið 2021 samanborið við 2,2 milljónir árið áður
Þá námu eignir félagsins 362 milljónum króna og skuldir námu 313 milljónum króna. Í árslok var eigið fé félagsins bókfært á 48,5 milljónir króna. Þá nam hlutafé félagsins í árslok 19,2 milljónum króna en Jón Sæmundsson á 40,6% hlut í félaginu. Samkvæmt ársreikningi félagsins stendur ekki til að greiða út arð á árinu.
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.