LiveWire, rafmótorhjólaframleiðandi sem mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson stofnaði, var nýverið skráð á hlutabréfamarkað.

Byrjun þess á markaði hefur verið erfið og illa gengið að höfða til mótorhjólaunnenda sem og fjárfesta. Félagið var skráð á markað í gegnum samruna við sérhæft yfirtökufélag (SPAC) og síðan þá hefur gengi félagsins lækkað um 15%.

Eftir að samruninn gekk í gegn ákváðu langflestir fjárfesta að losa hlut sinn í sérhæfða yfirtökufélaginu í stað þess að eignast hluti í LiveWire.