Það vekur athygli á því að rafbílaframleiðandinn Tesla mun ekki láta sjá sig á 2023 bílasýningunni sem fer nú fram í Shanghai. Sýningin hófst í dag og hún fyrsta bílasýningin sem fer fram í Kína eftir að kínversk stjórnvöld afléttu sóttvarnarreglum þar í landi.

Kína er stærsti bílamarkaður heims og hafa meira en hundrað kínverskir og alþjóðlegir bílaframleiðendur sent fulltrúa á ráðstefnuna þar sem minnst tólf nýir rafbílar verð frumsýndir nú í vikunni.

Það vekur athygli á því að rafbílaframleiðandinn Tesla mun ekki láta sjá sig á 2023 bílasýningunni sem fer nú fram í Shanghai. Sýningin hófst í dag og hún fyrsta bílasýningin sem fer fram í Kína eftir að kínversk stjórnvöld afléttu sóttvarnarreglum þar í landi.

Kína er stærsti bílamarkaður heims og hafa meira en hundrað kínverskir og alþjóðlegir bílaframleiðendur sent fulltrúa á ráðstefnuna þar sem minnst tólf nýir rafbílar verð frumsýndir nú í vikunni.

Tesla verður að vísu ekki með bás á sýningunni í ár og hafa talsmenn fyrirtækisins ekki enn greint frá ástæðu fjarverunnar. Rafbílaframleiðandi Elon Musk tók þátt á seinustu sýningunni sem fór fram í Kína árið 2021 en lenti í leiðinlegu atviki þegar aðgerðarsinni skreið upp á eina Teslu til að mótmæla hættulegum bremsubúnaði bílsins. Tesla virðist hafa lítinn áhuga á því að endurupplifa annað slíkt atvik, sérstaklega á meðan fyrirtækið er heldur ekki með neitt nýtt til að frumsýna á sýningunni.

Fyrirtækið glímir einnig við mikla samkeppni frá innlendum kínverskum framleiðendum sem eru farnir að bjóða upp á svipaða gæði í rafbílaframleiðslu á mun lægra verði. Samkvæmt Toni Sacconaghi hjá Bernstein Research, voru 107 nýjar innlendar rafbílategundir kynntar í Kína árið 2022 og er búist við 155 fleiri tegundum á þessu ári. Í samanburði hefur Tesla ekki kynnt nýjan rafbíl í Kína síðan Model Y var send þangað árið 2021.

Rafbílasölur í Kína hafa fimmfaldast síðan Tesla kom fyrst inn á þann markað en hlutdeild fyrirtækisins á markaðnum hefur minnkað um tæpan þriðjung. Árið 2020 var hlutdeild Teslu á kínverskum 14% en stendur nú í um 10%.

Vandamál hafa einnig sprottið upp í verksmiðju fyrirtækisins í Shanghai þar sem mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna Teslu voru skornar niður eftir banaslys sem átti sér stað í febrúar á þessu ári.

Yfirmenn verksmiðjunnar héldu því fram að nauðsynlegt hafi verið að skera niður bónusgreiðslur verkamanna um tæpar 40 þúsund krónur til að geta greitt skaðabætur vegna slyssins. Starfsmenn töldu það hins vegar ósanngjarnt að þeim yrði refsað með launafrádrætti fyrir öryggisatvik sem fyrirtækið ætti að bera ábyrgð á.