Farið er yfir helstu fréttir ársins af erlendum vettvangi í tímariti Áramóta sem kemur út á morgun, fimmtudaginn 29. desember. Hér að neðan birtist hluti af umfjölluninni.

Skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands

Liz Truss tók við í byrjun september sem forsætisráðherra Bretlands eftir að hafa borið sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, en Boris Johnson hafði tilkynnt um afsögn sína um sumarið. Embættistíð Truss var hins vegar ekki löng og sagði hún af sér eftir einungis 45 daga í embætti eftir að umdeild fjáraukalög ríkisstjórnar hennar féllu í grýttan jarðveg á mörkuðum. Breska pundið féll niður í áður óþekktar lægðir og krafa ríkisbréfa hækkaði töluvert sem varð til þess að Englandsbanki hóf stórtæk kaup á ríkisbréfum.

Truss fór í sögurnar sem skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands og Kwasi Kwarteng sem skammlífasti fjármálaráðherrann. Rishi Sunak tók við af Truss og varð þá þriðji forsætisráðherra Bretlands á tveimur mánuðum.

Sögulegar vaxtahækkanir

Seðlabankar heimsins hafa farið í sögulega hraðar stýrivaxtahækkanir á árinu 2022 til að stemma stigu við verðbólgunni sem hefur látið á sér kræla á þessu ári. Stýrivextir í Bandaríkjunum farið úr 0-0,25% upp í 4,25-4,5%. Englandsbanki hefur hækkað stýrivexti úr 0,1% upp í 3,5% á árinu og munu þeir hækka enn frekar á næstu misserum, að sögn seðlabankastjóra. Seðlabanki Evrópu hefur þá hækkað stýrivexti úr núll upp í 2% og er búist við frekari hækkunum á næstu fundum bankans.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði