Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um flug til Vestmannaeyja.
Samkvæmt tilkynningu verður fyrsta flugið nk. sunnudag en fyrst um sinn verður flogið þrjá daga í viku milli Eyja og Reykjavíkur, á þriðjudögum, miðvikudögum og sunnudögum.
Búið er að opna fyrir farmiðasölu á heimasíðu og flugfélagsins og er verð á fargjöldum er 17.000 kr. fyrir fullorðna og 10.000 kr. fyrir börn 2-11 ára.
Bæjarráð Vestmannaeyja ályktaði um samning Ernis og Vegagerðarinnar á fundi í gær og fagnar því mjög að Ernir hefji flug til Eyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segist mjög ánægð að verið sé að taka fyrstu skrefin í að koma áætlunarflugi aftur í gang til Eyja.
G. Ómar Pétursson, rekstrarstjóri Ernis, segir flugið til Vestmannaeyja góða viðbót við starfsemi félagsins og væntir hann góðs af samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og bæjaryfirvöld í Eyjum.