Hæstaréttardómari í Hong Kong hefur gefið kínverska fasteignarisanum Evergrande lokatækifæri til að ná samkomulagi við kröfuhafa sína um nauðasamning til að ná tökum á skuldastöðu sinni. Annars verður fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta. BBC greinir frá.

Réttarhöldin yfir Evergrande áttu að hefjast í dag en hafa nú verið frestað til 4. desember. Linda Chan, dómari í málinu, segir að það verða seinustu réttarhöldin áður en ákvörðun yrði tekin.

Hæstaréttardómari í Hong Kong hefur gefið kínverska fasteignarisanum Evergrande lokatækifæri til að ná samkomulagi við kröfuhafa sína um nauðasamning til að ná tökum á skuldastöðu sinni. Annars verður fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta. BBC greinir frá.

Réttarhöldin yfir Evergrande áttu að hefjast í dag en hafa nú verið frestað til 4. desember. Linda Chan, dómari í málinu, segir að það verða seinustu réttarhöldin áður en ákvörðun yrði tekin.

Evergrande er skuldsettasta fasteignafyrirtæki í heimi en það skuldar meira en 325 milljarða Bandaríkjadali. Fyrirtækið varð greiðsluþrota fyrir meira fyrir rúmum tveimur árum og hefur unnið að nýrri greiðsluáætlun síðan þá.

Dómarinn segir að Evergrande yrði að koma með raunhæfa tillögu að nauðasamningi ellegar verði félagið að líkindum tekið til gjaldþrotaskipta. Hún bætti við að skiptastjóri myndi hins vegar enn geta samið við kröfuhafa.

Markaðsvirði Evergrande hefur lækkað um tæp 99% síðan í júlí 2020 en fyrirtækið var eitt sinn söluhæsti fasteignaframleiðandinn í Kína.

Frá árinu 2020 hafa kínversk stjórnvöld gert það sífellt erfiðara fyrir fjárfesta innan fasteignageirans að fá aðgang að lánsfé. Aðrir kínverskir fasteignasalar á borð við Country Garden og Sino-Ocean hafa einnig átt í erfiðleikum með skuldir sínar og óttast sérfræðingar að kreppan í kínverska fasteignageiranum gæti smitast út á alþjóðlega fjármálamarkaði.