Kínverski fasteignarisinn Evergrande hefur sótt um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum en fyrirtækið er mjög skuldugt eftir mikla fasteignakreppu í Kína. Fyrirtækið mun þar með geta verndað eignir sínar meðan það vinnur að margra milljarða dala samning við kröfuhafa.

Evergrande tókst að semja við kröfuhafa árið 2021 um stóra vaxtagreiðslu upp á 4,69 milljarða íslenskra króna en fyrirtækið hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis í Kína.

Þrátt fyrir þennan samning hefur Evergrande ekki staðið í skilum og voru hlutabréf félagsins stöðvuð í fyrra. Fyrirtækið greindi svo frá því í síðasta mánuði að það hafði tapað um 80 milljörðum dala á síðustu tveimur árum.

Kínverski fasteignarisinn Evergrande hefur sótt um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum en fyrirtækið er mjög skuldugt eftir mikla fasteignakreppu í Kína. Fyrirtækið mun þar með geta verndað eignir sínar meðan það vinnur að margra milljarða dala samning við kröfuhafa.

Evergrande tókst að semja við kröfuhafa árið 2021 um stóra vaxtagreiðslu upp á 4,69 milljarða íslenskra króna en fyrirtækið hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis í Kína.

Þrátt fyrir þennan samning hefur Evergrande ekki staðið í skilum og voru hlutabréf félagsins stöðvuð í fyrra. Fyrirtækið greindi svo frá því í síðasta mánuði að það hafði tapað um 80 milljörðum dala á síðustu tveimur árum.

„Lykillinn að þessu máli er að klára ókláruð verkefni“

Samkvæmt vefsíðu Evergrande er samstæðan með meira en 1.300 verkefni í gangi í 280 kínverskum borgum. Fyrirtækið rekur einnig rafbílaframleiðanda og knattspyrnufélag.

Evergrande er ekki einsdæmi en mörg stór fasteignafyrirtæki í Kína eiga nú í erfiðleikum með að finna pening til að klára byggingarverkefni. „Lykillinn að þessu máli er að klára ókláruð verkefni því þetta mun að minnsta kosti halda hluta af fjármögnuninni áfram,“ segir Steven Cochrane hjá Moody‘s Analytics.

Fyrr í þessum mánuði greindu kínversk stjórnvöld frá því að kínverska hagkerfið væri komið í verðhjöðnun í fyrsta sinn í tvö ár eftir að vísitala neysluverðs lækkaði í júlí. Lítill vöxtur hefur verið í landinu sem þýðir að Kínverjar standa ekki frammi fyrir verðhækkunum, líkt og mörg önnur lönd víðs vegar um heiminn.

Kínverski seðlabankinn hefur meðal annars lækkað stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðum til að reyna efla hagkerfið en opinberar tölur sýndu að útflutningur dróst saman um 14,5% í júlí.