Evrópski seðlabankinn tilkynnti í hádeginu í dag um 0,75 prósentu vaxtahækkun og verða stýrivextir bankans 0,75% frá og með 14. september næstkomandi. Bankinn hækkaði vexti síðast um 0,25 prósentur í júlí sem var þá fyrsta vaxtahækkun bankans í meira en áratug.
Í tilkynningu seðlabankans segir hann að vaxtahækkunin sé mikilvægt skref í þeirri vegferð að ná verðbólgu á evrusvæðinu aftur niður í 2% verðbólgumarkmið hans. Bankinn segir útlit fyrir að verðbólga verði áfram yfir markmiðinu í nokkurn tíma.
Sjá einnig: Aldrei meiri verðbólga á evrusvæðinu
Verðbólga mældist 9,1% á evrusvæðinu í ágúst sem var umfram væntingar greiningaraðila. Gas- og orkuverð á evrusvæðinu hefur hækkað um 38% á milli ára.