Mjölnir MMA ehf, félag utan um rekstur Mjölnis bardagaíþróttafélags, tapaði 24,5 milljónum króna árið 2022 samanborið við 12,9 milljóna tap árið 2021. Eigið fé félagsins var neikvætt um 49 milljónir króna í árslok 2022.
Tekjur Mjölnis drógust saman um 10% milli ára og námu um 196 milljónum króna í fyrra. Í skýrslu stjórnar er tekjusamdrátturinn rakinn til fækkunar á meðlimum og aukinnar samkeppni.
Eignir Mjölnis voru bókfærðar á 37,5 milljónir í árslok 2022 og skuldir félagsins námu 86,5 milljónum. Bent er á að bróðurparturinn af skuldum félagsins séu við tengda aðila og stjórn Mjölnis segir að þær verði ekki gjaldfelldar.
Hluthafar Mjölnis eru Öskjuhlíð ehf. með 31,42%, Öskjuhlíð GP ehf með 16,14%, Akkelis ehf. með 15,52%, Jón Viðar Arnþórsson með 14,71%, Gunnar Lúðvík Nelson með 14,71%, Haraldur Dean Nelson með 3,74%, Bjarni Baldursson með 1,88% og Árni Þór Jónsson með 1,88%.
Lykiltölur / Mjölnir MMA
2021 |
217,9 |
50,5 |
-24,5 |
-12,9 |