Farþegum hjá Play fjölgaði mikið á milli ára í aprílmánuði, samkvæmt farþegatölfræði félagsins. Að sama skapi batnaði sætanýting, sem mældist 80,8% í apríl borið saman við 72,4% í sama mánuði í fyrra.

Í tilkynningu kemur fram að best sætanýting hafi verið í ferðum til Barcelona og London en yfir 90% sæta voru seld. Þá segir að meðalverð á farþega og hliðartekjur hafi verið að aukast, þótt ekki komi fram hve mikið.

Áfangastaðir félagsins verða 38 í Evrópu og í Norður-Ameríku á árinu og félagið verður með tíu flugvélar í rekstri. Play hefur áform um að auka framboð og bjóða upp á nýja áfangastaði en veturinn 2023-24 mun félagið meðal annars bjóða upp á:

  • Síðdegisbrottfarir til Kaupmannahafnar og London
  • Flug allt árið um kring til Lissabon
  • Framlenging á flugáætlun félagsins til Aþenu
  • Aukna tíðni flugferða til Alicante og Tenerife
  • Flug til nýju áfangastaðanna Fuerteventure and Verona