Arion banki og Árni Oddur Þórðurson, fyrrum forstjóri Marels, hafa náð skamkomulagi um fullnaðaruppgjör vegna hlutabréfa Árna Odds í Eyri Invest sem bankinn leysti til sín. Í október síðastliðnum í kjölfar veðkalls vegna lánasamninga hans.
Arion banki gekk að 5% hlut Árna Odds í Eyri í október síðastliðnum og leysti einnig síðar til sín 4,4% hlut föður hans Þórðar Magnússonar í Eyri. Samtals eignaðist Arion því um 9,4% hlut í Eyri Invest sem var auglýstur til sölu. Eyrir Invest er stærsti hluthafi Marels með 24,7% hlut.
Samhliða ofangreindri sátt hefur fjárfestahópur að baki félagsins 12 Fet ehf., sem Árni Oddur er í forsvari fyrir, keypt hluti Arion í Eyri Invest hf. Kaupverð er trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu á vef Arion banka.
Árni Oddur stofnaði nýlega fjárfestingarfélagið Sex álnir ehf. og sótti um fjóra milljarða króna í stofnhlutafé. Mbl.is greinir frá því að sömu aðilar og lögðu Sex álnum til fjármagn standa að baki 12 Fetum. Tilgangur félaganna sé að halda utan um tæplega 24% eignarhlut í Eyri.