Paloma Partners, einn elsti vogunar­sjóður Bandaríkjanna, hefur átt í tölu­verðum vand­ræðum með að greiða fjár­festum sem vilja segja skilið við sjóðinn en slæm ávöxtun síðustu ára hefur leitt af sér tölu­verðan flótta.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur sjóðurinn þurft að greiða fjár­festum með því að gefa út skulda­viður­kenningar sem að sögn bandaríska við­skiptatíma­ritsins er mjög óvana­leg hegðun hjá vogunar­sjóði.

Í bréfi til fjár­festa segir Donald Suss­man for­stjóri og fjár­festinga­stjóri félagsins að sjóðurinn væri ekki með nægi­lega mikið af auð­seldum eignum né hand­bært fé til að mæta kröfum fjár­festa eins og staðan væri núna.

Vogunar­sjóðurinn var stofnaður árið 1981 og hefur átt þátt í að ýta öðrum stærri sjóðum úr vör eins og til dæmis D.E. Shaw.

Paloma Partners vakti mikla at­hygli skömmu eftir stofnun en sjóðurinn var einn af þeim fyrstu til að nýta sér tölvutæknina og al­grím í fjár­festingaákvörðunum.

Ávöxtun sjóðsins í ár stefnir í að vera um 4% sem er á pari við meðaltalsávöxtun síðustu þriggja ára. S&P 500 vísi­talan hefur hækkað um 27% á árinu.

„Við þurfum að horfast í augu við það að frammistaða okkar síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við okkar háu viðmið,” segir Suss­man í bréfi til fjár­festa.