Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fjárfestinn Warren Stephens til að verða næsti sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Stephens er forstjóri fjárfestingabankans Stephens Inc., sem er með aðsetur í Arkansas.
Stephens gaf milljónir dala til forsetaframboðs Donalds Trumps á þessu ári og segir Trump að hann hafi alltaf dreymt um að þjóna Bandaríkjunum.
Ef tilnefning hans gengur eftir mun Stephens hjálpa til við að viðhalda hinu svokallaða sérstaka sambandi milli Bretlands og Bandaríkjanna en þjóðirnar hafa náin hernaðar- og leyniþjónustutengsl.
Hlutverk sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi er eitt eftirsóttasta embætti innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og hafa forsetar verið þekktir fyrir að veita áberandi stuðningsmönnum sínum hlutverkið.
Barack Obama valdi til að mynda lögfræðinginn Louis Susman sem sinn fyrsta sendiherra í Bretlandi en hann var mjög duglegur að fjármagna kosningabaráttu hans