Samkvæmt tölum Hagstofunnar var fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi 34.411 í september 2023 en það er 7% aukning miðað við sama mánuð í fyrra.

Á tólf mánaða tímabili frá október 2022 til september 2023 störfuðu þá að jafnaði 31.601 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 27.459 fyrir sama tímabil ári fyrr.

Árið 2022 komu einnig 184 skemmtiferðaskip til Faxaflóahafna en metárið var 2019 þegar þau voru 190 talsins.

Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi nam veltan tæpum 229 milljörðum króna í júlí til ágúst en það er 15% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Í greiningu segir jafnframt að gistinætur á hótelum í september hafi verið 520.872 samanborið við 491.800 í september á síðasta ári. Gistinætur erlendra gesta voru 9% fleiri en á sama tíma í fyrra en gistinætur Íslendinga voru hins vegar 8% færri.

Brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli voru þá 260.912 í október í samanburði við 230.323 í október 2022.