ORF Líftækni var stofnað árið 2001 með það í huga að framleiða sérvirk prótein með því að nýta fræ byggplöntunnar sem smiðju próteinanna. Stofnendur fyrirtækisins voru þeir Björn Lárus Örvar, Einar Mäntylä, og Júlíus Kristinsson.

Árið 2019 ákvað ORF Líftækni að færa sig yfir í vistkjötmarkaðinn. Fyrirtækið fékk 2,5 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu og á dögunum bauð ORF Líftækni, ásamt ástralska nýsköpunarfyrirtækinu Vow, upp á fyrstu vistkjötssmökkun í Evrópu við höfuðstöðvar ORF Líftækni við Víkurhvarf.

ORF Líftækni var stofnað árið 2001 með það í huga að framleiða sérvirk prótein með því að nýta fræ byggplöntunnar sem smiðju próteinanna. Stofnendur fyrirtækisins voru þeir Björn Lárus Örvar, Einar Mäntylä, og Júlíus Kristinsson.

Árið 2019 ákvað ORF Líftækni að færa sig yfir í vistkjötmarkaðinn. Fyrirtækið fékk 2,5 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu og á dögunum bauð ORF Líftækni, ásamt ástralska nýsköpunarfyrirtækinu Vow, upp á fyrstu vistkjötssmökkun í Evrópu við höfuðstöðvar ORF Líftækni við Víkurhvarf.

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftækni, segir tilganginn með framleiðslu vistkjöts vera að búa til kjöt sem losi minna en hefðbundin kjötframleiðsla. Þróunin er ekki ný af nálinni en árið 2013 var fyrsti vistkjötsborgari kynntur til leiks sem kostaði þó um 330 þúsund dali.

„Nú erum við farin frá því að þróa vöruna yfir í það að skala framleiðsluna upp þannig við förum bráðum að sjá þetta á veitingastöðum og í búðum. Singapúr var fyrsta þjóðin til að veita markaðsleyfi fyrir vistkjöt og svo veittu bandarísk yfirvöld markaðsleyfi fyrir tvö fyrirtæki á síðasta ári.“

Berglind segir að meginástæða þess að Singapúr hafi verið svo framarlega í vistkjöti sé vegna markmiðs stjórnvalda um að 30% af öllum mat sem neyddur er í Singapúr komi frá innlendri framleiðslu fyrir árið 2030. Aðeins 1% af landsvæði Singapúr er notað í landbúnað.

Nánar er fjallað um ORF Líftækni í Iðnþingsblaði Viðskiptablaðsins. Hægt er að lesa viðtalið við Berglindi í heild sinni hér.