Ráðgjafarfyrirtækið Evris veitir íslenskum fyrirtækjum aðstoð við að komast inn á markaði erlendis. Anna Margrét Guðjónsdóttir stofnaði fyrirtækið árið 2012, en hugmyndin á bak við það er byggð á meistararitgerð hennar um flutning þekkingar milli landa, með áherslu á útflutning íslenskrar þekkingar. „Ég var í þrjú ár í Brussel og kynnti mér þetta vel, hvernig fyrirtæki og stofnanir vinna að því að ná í sjóði Evrópusambandsins til að flytja út þekkingu. Ég hafði því gott tækifæri til að læra þetta frá fyrstu hendi.“

Leitast við að nota styrki til fjármögnunar
Leitast er við að fjármagna þá vegferð sem Evris leiðir viðskiptavini sína í gegnum – þróun á nýrri vöru og markaðssetning hennar erlendis – með styrkjum frá Evrópusambandinu eða bandarískum stjórnvöldum. „Það er flókið að skrifa styrkumsóknir, en virðisaukinn í vinnu okkar sérfræðinga felst í þekkingu þeirra á umhverfinu á viðkomandi sviði. Flestar hugmyndir viðskiptavina okkar eru fjármagnaðar með styrkjum frá Evrópusambandinu. Það er mikið magn af styrkjum í boði, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum,“ segir Anna Margrét, en Evris beinir sjónum sínum sérstaklega að nýsköpun. „Við höfum valið að fara þá leið að einbeita okkur sérstaklega að þeim sem eru í einhvers konar nýsköpun. Við vinnum líka með þróun og rannsóknir, en þekktasta varan okkar hingað til eru styrkir til íslenskra nýsköpunarfyrirtækja.“

Þótt styrkveitingar séu stór þáttur í ferlinu eru þær hins vegar ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur er það að hjálpa viðkomandi fyrirtækjum að taka næsta skref í þróun og markaðsetningu, og að opna dyr að erlendum mörkuðum. „Það er dýrt og flókið ferli frá því að vera með góða hugmynd og að koma henni út á alþjóðlega markaði, og hlutverk okkar er að hjálpa fyrirtækjum, bæði faglega og fjárhagslega, að komast í gegnum það. Grunnhugmyndin er einhver vegferð í vöruþróun og nýsköpun, eða þú ert að undirbúa alþjóðlega markaðssetningu. Þú notar síðan styrki Evrópusambandsins eða Bandaríkjanna til að fjármagna þá vegferð.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , en aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Ráðgjafarfyrirtækið Evris veitir íslenskum fyrirtækjum aðstoð við að komast inn á markaði erlendis. Anna Margrét Guðjónsdóttir stofnaði fyrirtækið árið 2012, en hugmyndin á bak við það er byggð á meistararitgerð hennar um flutning þekkingar milli landa, með áherslu á útflutning íslenskrar þekkingar. „Ég var í þrjú ár í Brussel og kynnti mér þetta vel, hvernig fyrirtæki og stofnanir vinna að því að ná í sjóði Evrópusambandsins til að flytja út þekkingu. Ég hafði því gott tækifæri til að læra þetta frá fyrstu hendi.“

Leitast við að nota styrki til fjármögnunar
Leitast er við að fjármagna þá vegferð sem Evris leiðir viðskiptavini sína í gegnum – þróun á nýrri vöru og markaðssetning hennar erlendis – með styrkjum frá Evrópusambandinu eða bandarískum stjórnvöldum. „Það er flókið að skrifa styrkumsóknir, en virðisaukinn í vinnu okkar sérfræðinga felst í þekkingu þeirra á umhverfinu á viðkomandi sviði. Flestar hugmyndir viðskiptavina okkar eru fjármagnaðar með styrkjum frá Evrópusambandinu. Það er mikið magn af styrkjum í boði, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum,“ segir Anna Margrét, en Evris beinir sjónum sínum sérstaklega að nýsköpun. „Við höfum valið að fara þá leið að einbeita okkur sérstaklega að þeim sem eru í einhvers konar nýsköpun. Við vinnum líka með þróun og rannsóknir, en þekktasta varan okkar hingað til eru styrkir til íslenskra nýsköpunarfyrirtækja.“

Þótt styrkveitingar séu stór þáttur í ferlinu eru þær hins vegar ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur er það að hjálpa viðkomandi fyrirtækjum að taka næsta skref í þróun og markaðsetningu, og að opna dyr að erlendum mörkuðum. „Það er dýrt og flókið ferli frá því að vera með góða hugmynd og að koma henni út á alþjóðlega markaði, og hlutverk okkar er að hjálpa fyrirtækjum, bæði faglega og fjárhagslega, að komast í gegnum það. Grunnhugmyndin er einhver vegferð í vöruþróun og nýsköpun, eða þú ert að undirbúa alþjóðlega markaðssetningu. Þú notar síðan styrki Evrópusambandsins eða Bandaríkjanna til að fjármagna þá vegferð.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , en aðrir geta skráð sig í áskrift hér .