Eignarhaldsfélagið Klettar fjárfestingar – áður Fossar ehf. – hagnaðist um 1.447 milljónir króna í fyrra.
Bróðurpartur teknanna var í formi matshækkunar á eignarhlutum í öðrum félögum upp á tæpan 2,1 milljarð, en félagið þénaði einnig 80 milljónir í leigutekjur og 10 í vexti.
Á móti voru færðar niður kröfur upp á 343 milljónir auk 76 milljóna vaxtagjalda, 113 milljóna króna gengistaps og 28 milljóna rekstrartaps. Þá var hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga neikvæð um 61 milljón.
Heildareignir í lok árs námu 7,3 milljörðum og eigið fé 1,8 og eiginfjárhlutfall því 25%. Eignasafnið samanstóð fyrst og fremst af óskráðum hlutabréfum upp á tæpa 4,5 milljarða og fasteignum upp á 1,6 milljarða.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði