Frjósemisstofan Sunna hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Leviosa um innleiðingu á nútímalegu sjúkraskráningarkerfi sem er sniðið að þörfum bæði starfsfólks og skjólstæðinga Sunnu.

Í tilkynningu segir að markmið samstarfsins sé að auka skilvirkni í skráningarvinnu og tryggja að starfsfólk geti varið meiri tíma með skjólstæðingum.

Frjósemisstofan Sunna hefur gert samning við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Leviosa um innleiðingu á nútímalegu sjúkraskráningarkerfi sem er sniðið að þörfum bæði starfsfólks og skjólstæðinga Sunnu.

Í tilkynningu segir að markmið samstarfsins sé að auka skilvirkni í skráningarvinnu og tryggja að starfsfólk geti varið meiri tíma með skjólstæðingum.

„Við vildum einfaldlega eyða sem mestum tíma með því fólki sem þarf á okkar þjónustu að halda, og sem minnstum tíma fyrir framan tölvuskjá. Sunna er lítið fyrirtæki og við vildum samstarfsaðila sem getur unnið hratt og býður upp á nútímalegar lausnir fyrir heilbrigðisþjónustu,“ segir Þórir Harðarson, framkvæmdastjóri Sunnu.

Samstarf Sunnu og Leviosa felur í sér innleiðingu á tölvukerfi sem heldur utan um skráningu upplýsinga um skjólstæðinga og meðferðir, glósur starfsfólks, sendingu lyfseðla og beiðna ásamt öðrum eiginleikum.

„Við erum spennt fyrir samstarfinu og innleiðingu lausnar okkar, því við erum sannfærð um að eiginleikar kerfisins muni styrkja samband skjólstæðinga við starfsfólk Sunnu í gegnum frjósemismeðferðir,“ segir Davíð Björn Þórisson, læknir og annar stofnenda Leviosa.