Fjármálastjóri OnlyFans upplýsti á ráðstefnu í vikunni að bankareikningur hans var frystur af viðskiptabanka sínum var nýlega frystur vegna tengingar hans við samfélagsmiðilinn, sem er hvað þekktastur fyrir að gera fólki kleift að selja kynferðislegt efni í gegnum áskriftir.

Fjármálastjóri OnlyFans upplýsti á ráðstefnu í vikunni að bankareikningur hans var frystur af viðskiptabanka sínum var nýlega frystur vegna tengingar hans við samfélagsmiðilinn, sem er hvað þekktastur fyrir að gera fólki kleift að selja kynferðislegt efni í gegnum áskriftir.

„Bankinn minn, þar sem ég er með húsnæðislán fyrir húsið mitt – þar sem fjölskylda mín og tvö börn búa – frysti bankareikninginn minn í mánuð á meðan hann framkvæmdi úttekt á hlítni (e. compliance procedure),“ hefur Financial Times eftir Lee Taylor, fjármálastjóra OnlyFans.

„Þau voru ekki mjög gagnsæ í samskiptum við mig en ég komst síðar að því að það reyndist vera fyrirtækið sem greiðir launin mín sem orsakaði úttektina.“

Forstjóri OnlyFans, Keily Blair, greindi einnig frá því fyrir nokkrum mánuðum að umsókn hennar um persónulegan bankareikning hefði verið hafnað hjá viðskiptabanka sínum.

OnlyFans hefur þvertekið fyrir að vera í reynd klámsíða. Eigi að síður hefur fyrirtækinu gengið erfiðlega að fjarlægja ímynd OnlyFans frá kynferðislegu efni á samfélagsmiðlinum.

Fyrir vikið eiga aðilar tengdir félaginu í hættu á að fjármálastofnanir setji fyrirvara á þjónustu við sig, þar á meðal við umsóknir húsnæðislána.

„Orðsporsáhætta er hugtak sem þeir bera yfirleitt fyrir sig,“ sagði Taylor nýlega í viðtali við FT. Hún sagði ágætt að upplifa sjálf meðhöndlun af þessum toga hjá fjármálastofnun en margir einstaklingar sem hafa tekjur af því að deila efni á miðlinum hafa lent í sambærilegum erfiðleikum.

Fjármálastofnanir og greiðslumiðlunarfyrirtæki hafa lengi litið á þjónustu sem tengist klámi eða vændi sem áhættusöm viðskipti, jafnvel þótt um sé að ræða löglega þjónustu.