Eigendafundur hjá Strætó fór fram á mánudaginn þar sem fulltrúar sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins ræddu áfram rekstrarvanda og fjárhagsstöðu félagsins. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við Viðskiptablaðið að ekki sé komin niðurstaða í hvernig bregðast á við fjárhagsvanda félagsins. Stjórn Strætó hyggst funda aftur fljótlega.

Strætó tapaði 599 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en gert hafði verið ráð fyrir 116 milljóna tapi. Fargjaldatekjur jukust um 12% á milli ára en voru eigi að síður 9% undir áætlun og námu 924 milljónum. Af 4,4 milljarða rekstrartekjum Stræró var rekstrarframlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins 2,1 milljarður og ríkisframlag hálfur milljarður. Þá jukust rekstrargjöld um 12% á milli ára, helst vegna verðlagsbreytinga, launahækkana, olíuverðs og aukins viðhaldskostnaðar vagna umfram forsendur fjárhagsáætlunar.

Handbært fé Strætó var 733 milljónir í lok júní en þar af voru 400 milljónir eyrnamerktar vagnakaupum og 347 fyrirframgreitt framlag eigenda.

„Staðan var kynnt og það voru umræður um málið. Málið var bara sett í þann farveg að menn ætla að hittast aftur eins fljótt og hægt er án þess að hafi verið sett niður ákveðin tímasetning,“ segir Jóhannes.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði