Sérblaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fylgdi Viðskiptablaðinu í dag.  Í blaðinu er að finna lista yfir þau fyrirtæki, sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2021 og 2020 en rekstrarárið 2019 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa að hafa skilað jákvæðir afkomu árin 2021 og 2020  og tekjurnar þurfa að hafa verið yfir 40 milljónir króna hvort ár. Ennfremur þurfa eignir fyrirtækjanna að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2021 og 2020. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna. Þessu til viðbótar er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Að þessu sinni komast 1.170 fyrirtæki á listann eða um 2,8% fyrirtækja landsins.

Auk lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki eru í blaðinu fjölmörg viðtöl, greiningar og fróðlegt talnaefni.

Blaðið er opið öllum og hægt er að nálgast það hér.