Fyrsta skóflu­stunga að nýrri há­tækni-land­eldis­stöð GeoSalmo sem stað­sett verður vestan við Þor­láks­höfn var tekin í gær.

„Við­burðurinn markar tíma­mót í starf­semi fyrir­tækisins en stefnt er að því að stöðin verði tekin í notkun 2026. Þar sem allra veðra er von á þessum árs­tíma var gestum boðið upp á beint streymi frá skóflu­stungunni sjálfri í Ráð­húsi Ölfuss,“ segir í frétta­til­kynningu.

„Við höfum unnið hörðum höndum undan­farin tvö ár að því að hanna og undir­búa stöðina og þar af leiðandi er þetta mikill gleði­dagur. Fisk­eldis­stöðin og tengdar byggingar sem við tókum fyrstu skóflu­stunguna að í dag eru meðal stærstu fram­kvæmda sem einka­aðili hefur ráðist í á Ís­landi og ef rétt er haldið á málum getur land­eldi orðið að nýrri undir­stöðu­at­vinnu­grein hér á landi,“ segir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri GeoSalmo.

Sam­kvæmt til­kynningu verður full­byggð land­eldis­stöð GeoSalmo með fram­leiðslu­getu upp á 24 þúsund tonn á ári, en með fyrsta á­fanga verður fram­leiðslu­getan um 7.500 tonn.

„Stefnt er að því að fyrstu af­urðir komi á markað um mitt ár 2027 en fyrsta fasa fjár­mögnunar lauk í lok síðasta árs með þátt­töku norskra, sænskra, ís­lenskra og hollenskra fjár­festa. Meðal þeirra fjár­festa sem komu nýir að verk­efninu eru Skel fjár­festinga­fé­lag, Út­hafs­skip og eig­endur sjávar­út­vegs­fé­lagsins Eskju á­samt norsku iðnaðar­sam­steypunni Endúr ASA og tengdum aðilum og svo hollenska fisk­vinnslu- og dreifingar­fyrir­tækinu Adri & Zoon.“

Sigurður Ingi Jóhanns­son inn­viða­ráð­herra, Guð­rún Haf­steins­dóttir dóms­mála­ráð­herra og Hreiðar Hreiðars­son eldis­stjóri GeoSalmo tóku fyrstu skóflu­stunguna.

„Ég fagna því að hér séu aðilar sem sem eru reiðu­búnir að fjár­festa veru­lega til at­vinnu­upp­byggingar og verð­mæta­sköpunar hér í Ölfusi. Fjár­festing sem þessi er afar mikil­væg fyrir sam­fé­lagið hér sem og nær­liggjandi svæði enda mun hún efla hag­kerfið og stuðla að sam­fé­lags­þróun. Þetta er ekki bara spurning um að byggja upp eitt stórt verk­efni heldur að skapa varan­lega blómstrandi sam­fé­lag sem kemur til með að skipta máli fyrir þjóðar­búið allt“ segir Guð­rún Haf­steins­dóttir, dóms­mála­ráð­herra.

„Lax­eldi verður sí­fellt mikil­vægari þáttur í prótein­fram­leiðslu heimsins. Því er afar á­nægju­legt að sjá kraftinn sem hefur ein­kennt á­form fyrir­tækisins í land­eldi“ segir Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra.

„Við heima­menn erum með mjög skýra sýn á mikil­vægi þess að marka okkur sér­stöðu í fram­leiðslu á um­hverfis­vænum mat­vælum. Með nýrri land­eldis­stöð GeoSalmo við Þor­láks­höfn eykst slík starf­semi enn frekar. Við þekkjum vel að vel­ferð verður ekki fengin nema á for­sendum verð­mæta­fram­leiðslu. Verk­efnið hefur verið lengi í mótun og ýmsir aðilar komið að borðinu með metnað til þess að byggja upp á­byrga starf­semi til fram­búðar. Það er því mikið fagnaðar­efni að fyrsta skóflu­stungan hafi verið tekin og það styttist þar af leiðandi í að starf­semin hefjist,“ segir Elliði Vignis­son, bæjar­stjóri í Ölfusi.