Bandaríski tæknirisinn opnaði í dag sína fyrstu verslun á Indlandi í stórborginni Mumbai og hyggst opna aðra í Nýju-Delhí á fimmtudaginn kemur. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, var sjálfur viðstaddur opnunina.

Apple hefur lengi vel reynt að ná fótfestu á Indlandi en ódýrir kínverskir snjallsímar ráða markaðnum þar. Hingað til hefur Apple aðallega selt vörur sínar í gegnum Internetið eða endursöluaðila.

Samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu IDC er Indland er næststærsti snjallsímamarkaður heims bæði hvað varðar innflutning og sölu.

Bandaríski tæknirisinn opnaði í dag sína fyrstu verslun á Indlandi í stórborginni Mumbai og hyggst opna aðra í Nýju-Delhí á fimmtudaginn kemur. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, var sjálfur viðstaddur opnunina.

Apple hefur lengi vel reynt að ná fótfestu á Indlandi en ódýrir kínverskir snjallsímar ráða markaðnum þar. Hingað til hefur Apple aðallega selt vörur sínar í gegnum Internetið eða endursöluaðila.

Samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu IDC er Indland er næststærsti snjallsímamarkaður heims bæði hvað varðar innflutning og sölu.

Árið 2016 lagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, drög að frumvarpi sem myndi auðvelda erlendum tæknifyrirtækjum að opna verslanir þar í landi. Apple hafði þá vonast til að opna sína fyrstu verslun árið 2017 en ekkert varð úr þeim áformum.

Gert er ráð fyrir að Apple muni hækka hlutdeild sína á indverskum snjallsímamarkaði upp í 5% á þessu ári en árið 2019 var hlutdeild þeirra þar ekki nema um 1%. „Indland er gríðarlega spennandi fyrir okkur og við viljum leggja mikla áherslu á þann markað,“ sagði Tim Cook í viðtali seinasta febrúar.

Apple er með fleiri en 520 verslanir um heim allan en verslun þeirra í Mumbai verður ein sú sjálfbærasta í heimi. Verslun kemur til með að notast einungis við sólarorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa.