Hlutabréf Marel lækkuðu um 3,91% við lokun Kauphallarinnar í dag og nam velta með bréfum félagsins 511 milljónir króna. Gengi Marel hefur sveiflast töluvert undanfarið en dagslokagengi félagsins var 460 krónur á hvern hlut, samanborið við 442 krónur í dag.

Gengi Icelandair lækkaði einnig um 3,64% og nam velta með bréfum flugfélagsins 275 milljónir króna. Play lækkaði þar að auki um 5,19% og er hlutabréfaverð þess nú í svipuðum hæðum og það var í lok júní.

Íslandsbanki lækkaði um 2,45%, Arion lækkaði um 0,66% og Kvika lækkaði einnig um 0,85%.

Hlutabréf Alvotech höfðu hækkað við dagslok um 2,97% en gengi félagsins rauk upp í morgun eftir að Alvotech tilkynnti um 13 milljarða króna skuldabréfaútboð og aukið samstarf við Teva Pharmaceuticals fyrir næstu athugun FDA.

Gengi Alvotech hafði hækkað um 7% um 11 leytið en Teva fjár­­­festi jafn­­framt í víkjandi skulda­bréfum Al­vot­ech með breyti­rétti í hluta­bréf, að and­virði 5,2 milljarðar króna miðað við nú­verandi gengi.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,40% og er hlutabréfaverð hennar nú 2.485 krónur á hvern hlut. Þetta er í fyrsta sinn sem úrvalsvísitalan lækkar í tæpar tvær vikur.