Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech hefur lækkað um tæp 17% á síðustu tveimur vikum. Dagsloka­gengi fé­lagsins var 1660 í Kaup­höllinni í dag eftir um 7% lækkun í meira en hálfs milljarðs króna við­skiptum.

Gengi fé­lagsins náði há­marki um lok febrúar, skömmu eftir að fé­lagið til­kynnti að markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Humira væri í höfn en fé­lagið seldi í kjöl­farið hluta­bréf fyrir 23 milljarða króna.

Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech hefur lækkað um tæp 17% á síðustu tveimur vikum. Dagsloka­gengi fé­lagsins var 1660 í Kaup­höllinni í dag eftir um 7% lækkun í meira en hálfs milljarðs króna við­skiptum.

Gengi fé­lagsins náði há­marki um lok febrúar, skömmu eftir að fé­lagið til­kynnti að markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Humira væri í höfn en fé­lagið seldi í kjöl­farið hluta­bréf fyrir 23 milljarða króna.

Í morgun var greint frá því að eig­endur meiri­hluta breyti­legra skulda­bréfa Al­vot­ech, sem upp­haf­lega voru út­gefin 16. nóvember og 20. desember 2022 með loka­gjald­daga 20. desember 2025, óskuðu eftir því að nýta rétt til að breyta skulda­bréfunum í al­menna hluti á genginu 10 dollarar eða um 1393 krónur á gengi dagsins

Breyti­réttar­dagur verður á mánu­daginn í næstu viku en frestur til að til­kynna um nýtingu á breyti­réttinum rann út í gær.

Al­vot­ech mun gefa út ný bréf þann 1. júlí 2024 til þeirra eig­enda skulda­bréfanna sem nýttu sér breyti­réttinn. Heildar­fjöldi ný­út­gefinna hluta ræðst af gengi ís­lensku krónunnar þann 27. júní, en á­ætlað er að gefnir verði út um 22,1 milljón hlutir miðað við nú­verandi gengi.

Við­skipta­blaðið greindi síðan frá því í dag að Mat­væla- og lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna (FDA) sé í þann mund að fella á brott skil­yrði um að gerð sé sér­stök við­bótark­línísk rann­sókn á sjúk­lingum, til að fá sam­þykki fyrir út­skiptan­leika fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæður.

Að sögn Bene­dikts Stefáns­sonar, for­stöðu­manns fjár­festa­tengsla- og sam­skipta­sviðs Al­vot­ech, gæti breytingin leitt til um­tals­verðs sparnaðar hjá fé­laginu við rann­sóknir og þróun.

Mesta veltan á markaði var með bréf Marels en gengi fé­lagsins fór niður um rúm 2% í 860 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Marels var 494 krónur en hlut­hafar hafa til byrjun septem­ber til að sam­þykkja val­frjálst yfir­töku­til­boð JBT í allt hluta­fé fé­lagsins.

Hluta­bréfa­verð Reita, Amaroq og Sýnar lækkaði um 3% í við­skiptum dagsins.

Gengi málm­leitar­fé­lagsins Amaroq hefur nú lækkað um 9% síðast­liðinn mánuð og um 7% á árinu.

Hluta­bréfa­verð Icelandair lækkaði um 3% og var dag­loka­gengi flug­fé­lagsins 0,93 krónur. Gengi Play lækkaði um rúm 6% og var dagsloka­gengi Play 2,6 krónur.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 1,53% og var heildar­velta í kaup­höllinni 3,3 milljarðar.