Gengi Al­vot­ech hefur hækkað tæp 7% frá opnun markaða í um 100 milljón króna viðskiptum.

Gengið hefur hækkað um tæp 34% siðast­liðinn mánuð eftir högg í lok júní þegar Mat­væla- og lyfja­­­eftir­­­lit Banda­­­ríkjanna (FDA) neitaði að af­greiða um­sókn fyrir­tæksins fyrir markaðs­leyfi á fyrir­­hugaðri líf­­tækni­lyfja­hlið­­stæðu með út­­skipti­­leika við Humira.

Fór gengi Al­vot­ech niður í 958 krónur þann 29. júní sl. en stendur nú í tæpum 1435 krónum, þegar þetta er skrifað. Gengið er þó rúmlega 4% lægra en það var í upphafi árs.

Gengi Al­vot­ech tók aftur við sér eftir sölu fjár­festinga­fé­lagsins Aztiq, aðal­eig­anda Al­vot­ech, á tæp­lega tuttugu prósenta eignar­hlut í sam­heita­lyfja­fyrir­tækinu Lotus. Nokkrum dögum áður lofaði Róbert Wess­mann for­stjóri Al­vot­ech að Aztiq myndi leggja Al­vot­ech til meira fé til mæta að rannsóknar og þróunarkostnaði.

Sam­starf og skulda­bréfa­út­boð

Fyrr í dag var til­­kynnt að Al­vot­ech og Teva Pharmaceuti­cals, banda­rískt dóttur­­­fé­lag Teva Pharmaceuti­cal Industries Ltd. væru auka sam­­­starf sitt og mun Teva koma að undir­­­búningi fyrir væntan­­­lega út­­­tekt FDA á fram­­­leiðslu­að­­­stöðu Al­vot­ech.

Þá á­kvað Al­vot­ech að fara í lokað út­­boð til hæfra fjár­­festa á víkjandi skulda­bréfum með breyti­rétti yfir í al­­menn hluta­bréf.

Skulda­bréf í ís­­lenskum krónum eða Banda­­ríkja­dollurum eru í boði að and­virði að minnsta kosti 100 milljónir Banda­­ríkja­dollara, eða um 13 milljarðar ís­­lenskra króna á nú­verandi gengi.

Teva fjár­­­festi jafn­­framt í víkjandi skulda­bréfum Al­vot­ech með breyti­rétti í hluta­bréf, að and­virði 5,2 milljarðar króna miðað við nú­verandi gengi (40 milljónir Banda­­­ríkja­dala).

Sam­komu­lag Al­vot­ech og Teva felur einnig í sér aukna þátt­töku Teva í undir­­búningi fyrir væntan­­lega út­­tekt FDA á fram­­leiðslu­að­­stöðu Al­vot­ech, og er starfs­­fólk Teva til staðar til að veita ráð­­gjöf varðandi gæða­­eftir­­lit og fram­­leiðslu.