Annar við­skipta­dagur breska hálf­leiðar­a­fyrir­tækisins Arm hófst vestan­hafs fyrr í dag en gengi fyrir­tækisins á Nas­daq hefur hækkað um 2,2% það sem af er degi.

Gengið hækkaði um 10% í fram­virkum samningum en hækkunin gekk að mestu til baka þegar markaðurinn opnaði.

Að mati danska bankans Saxo eiga al­mennir fjár­festar þátt í því að ýta gengi fé­lagsins upp en eftir­spurnin eftir fyrsta við­skipta­deginum var gríðar­lega mikil og flotið lítið.

Fjár­festinga­sjóðurinn Soft­bank, sem átti allt hlutafé Arm, setti einungis 10% af fé­laginu á markað.

Tí­föld um­fram­eftir­spurn var eftir bréfum fyrir­tækisins í frumút­boðinu og var út­boðs­gengið 51 Banda­ríkja­dalur.

Markaðsvirðið mögulega of hátt

Gengið hækkaði um tæp 25% á fyrsta við­skipta­degi í gær og lokaði í 64 dölum en stendur nú í 65 dölum.

Sam­kvæmt út­boðs­genginu var markaðs­virði Arm 54 milljarðar dalir en stendur nú í 68 milljörðum. Markaðs­virði Arm er því um 9,2 þúsund milljarðar ís­lenskra króna.

Að mati Saxo bank er markaðs­virði Arm mögu­lega of hátt eins og staðan er í dag en fjár­festar virðast veðja á mögu­legar fram­tíðar­tekjur fyrir­tækisins sem fylgir aukinni notkun gervi­greindar.

Velta með bréf Arm var sú fimmta mesta í heiminum í gær, segir bankinn.