Hlutabréfaverð Hampiðjunnar hefur lækkað um 6,5% í fyrstu viðskiptum frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengi Hampiðjunnar stendur í 144 krónum þegar fréttin er skrifuð og var síðast lægra fyrir um sex vikum.

Hampiðjan sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gærkvöldi. Afkoma veiðafæraframleiðandans á síðasta ári, samkvæmt drögum að ársuppgjöri, var undir áætlun sem kynnt var samhliða almennu hlutafjárútboði félagsins í byrjun síðasta sumars.

Hlutabréfaverð Hampiðjunnar hefur lækkað um 6,5% í fyrstu viðskiptum frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengi Hampiðjunnar stendur í 144 krónum þegar fréttin er skrifuð og var síðast lægra fyrir um sex vikum.

Hampiðjan sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gærkvöldi. Afkoma veiðafæraframleiðandans á síðasta ári, samkvæmt drögum að ársuppgjöri, var undir áætlun sem kynnt var samhliða almennu hlutafjárútboði félagsins í byrjun síðasta sumars.

Hampiðjan áætlar að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA), leiðrétt fyrir einskiptisliðum tengdum skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar og kaupum á Mørenot, hafi verið um 40 milljónir evra á síðasta ári en fyrrnefnd áætlun gerði ráð fyrir að EBITDA-hagnaður síðasta árs yrði á bilinu 43-49 milljónir evra.

Í tilkynningu Hampiðjunnar kemur fram að á síðasta ársfjórðungi 2023 hafi komið inn neikvæðir þættir, einkum frá dótturfélagi félagsins Mørenot Aquaculture, sem er þjónustufyrirtæki við fiskeldisiðnað.

„Þá þætti sem eru þessu valdandi má meðal annars rekja til veðurfars í Noregi og þess að ekki tókst að halda uppi þjónustustigi í viðhaldsverkefnum þótt mikið af þeim lægju fyrir. Einnig var pöntunarstaða á nýjum fiskeldiskvíum á síðasta ársfjórðungi undir væntingum stjórnenda. Töluvert hefur þó áunnist í að bæta rekstur Mørenot Aquaculture frá fyrra ári og EBITDA hefur hækkað töluvert á milli ára.“