Gengi Icelandair hefur hækkað lítil­lega frá því að Kaup­höllin opnaði í morgun eftir blóðuga viku á markaði. Gengið hefur hækkað um tæp 3% í 33 milljón króna við­skiptum í morgun en gengið stendur í 1,59 krónum sem er ögn hærra en dagsloka­gengi föstu­dagsins.

Markaðs­virði fé­lagsins lækkaði um 5 milljarða í síðustu viku en hluta­bréf í Icelandair hafa lækkað um rúm 18% síðast­liðinn mánuð.

Icelandair færði af­komu­spá ársins niður á mið­viku­daginn í síðustu viku og gerir fé­lagið nú ráð fyrir að rekstrar­hagnaður (EBIT) verði á bilinu 50-65 milljónir dala sem sam­svarar 3,3-4,3% af tekjum. Fyrri spá flug­fé­lagsins gerði ráð fyrir að EBIT-hagnaður yrði á bilinu 4-6% í ár.

Gengi Icelandair hefur hækkað lítil­lega frá því að Kaup­höllin opnaði í morgun eftir blóðuga viku á markaði. Gengið hefur hækkað um tæp 3% í 33 milljón króna við­skiptum í morgun en gengið stendur í 1,59 krónum sem er ögn hærra en dagsloka­gengi föstu­dagsins.

Markaðs­virði fé­lagsins lækkaði um 5 milljarða í síðustu viku en hluta­bréf í Icelandair hafa lækkað um rúm 18% síðast­liðinn mánuð.

Icelandair færði af­komu­spá ársins niður á mið­viku­daginn í síðustu viku og gerir fé­lagið nú ráð fyrir að rekstrar­hagnaður (EBIT) verði á bilinu 50-65 milljónir dala sem sam­svarar 3,3-4,3% af tekjum. Fyrri spá flug­fé­lagsins gerði ráð fyrir að EBIT-hagnaður yrði á bilinu 4-6% í ár.

Fraktstarfsemin að reynast krefjandi

Icelandair gerir þó á­fram ráð fyrir hagnaði af rekstri fé­lagsins eftir fjár­magns­liði og skatta fyrir árið í heild.

Í af­komu­spánni segir að frakt­starf­semi fé­lagsins hafi reynst mjög krefjandi og sá af­komu­bati sem gert var ráð fyrir við birtingu annars árs­fjórðungs hafi ekki skilað sér. Frá sama tíma hefur elds­neytis­verð hækkað um tæp­lega 30%.

Degi síðar var til­kynnt um að Gunnar Már Sigur­finns­son, fram­kvæmda­stjóri Icelandair Car­go, væri hættur störfum.