Hluta­bréfa­verð Inditex, móður­fé­lags tískurisans Zara, hækkaði um rúm 9% í spænsku Kauphöllinni eftir að fé­lagið birti árs­upp­gjör fyrir opnun markaða í gær.

Í upp­gjöri Inditex, sem einnig á Bers­hka og Pull & Bear, kemur fram að sölu­tekjur jukust um 10,4%milli ára og námu 35,9 milljörðum evra sem sam­svarar um 5.331 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Rekstrar­hagnaður fyrir skatta og af­skriftir hækkaði um 28% milli ára og nam 6,9 milljörðum evra sem sam­svarar rúmum 1.000 milljörðum ís­lenskra króna.

Í upp­gjörinu kom einnig fram að eftir­spurn eftir vor- og sumar­línum fyrir­tækisins væri í há­marki.

Fyrir­tækið rekur 5.700 verslanir á heims­vísu en í upp­gjörinu segir að net­verslun hafi aukist til muna milli ára. Þá vinnur fé­lagið að því að tækni­væðast meðal annars með því að koma upp sjálfs­af­greiðslu­kössum í verslunum Zara.