Gengi Íslandsbanka hefur hækkað um 3,64% í morgun í 43 milljón króna viðskiptum. Gengið stóð í 114 krónum klukkan 11 í morgun eftir að hafa hrunið niður í 110 krónur síðustu tvo daga í tæplega 650 milljón króna viðskiptum.
Dagslokagengi fyrir helgi var 117 krónur eftir að Íslandsbanki tilkynnti um samkomulag bankans og Fjármálaeftirlits Seðlabankans sem fólst í sér 1,2 milljarða króna sektargreiðslu.
Gengið féll síðan á mánudagsmorgun eftir að sáttinn var birt.
Í sáttinni segir m.a. að stjórn og bankastjóri bankans hafi sýnt af sér athafnaleysi og að stjórnarhættir innan Íslandsbanka beri vott um skort á áhættuvitund.
Birna Einarsdóttir tilkynnti um starfslok sín hjá bankanum í nótt „með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.