Hlutabréfaverð Kviku banka hefur hækkað um 16% á síðastliðnum mánuði eftir um 4% hækkun í dag.
Um 700 milljón króna velta hefur verið með bréf bankans í morgun en gengið hefur farið úr 13,25 krónum um miðjan nóvember í 16 krónur.
Hlutabréf í bankanum stóðu hæst í rúmum 20 krónum í febrúar á þessu ári en lækkuðu hægt og rólega fram í nóvember.
Gengi bankans hækkaði níu viðskiptadaga í röð undir lok nóvember og byrjun desember.
Þann 29. nóvember var greint frá því að Gildi lífeyrissjóður hefði keypt 30 milljónir hluta, eða um 0,6% eignarhlut, í Kviku banka fyrir 420 milljónir króna.
Gildi, sem er fimmti stærsti hluthafi Kviku, á nú 5,5% hlut í Kviku sem er 3,8 milljarðar króna að markaðsvirði.
Gengi hlutabréfa Kviku í viðskiptunum var 14,0 krónur á hlut.