Gengi banda­ríska bíla­fram­leiðandans hefur fallið um 14% í fram­virkum samningum eftir að fyrir­tækið til­kynnti um sölu á breytan­legum skulda­bréfum að fjár­hæð 325 milljón banda­ríkja­dala sem sam­svarar ríf­lega 43 milljörðum ís­lenskra króna.

Nikola fram­leiðir þunga raf­knúna vöru­bíla og var fyrsta fyrir­tækið til að selja tvinn­bíla sem gengu fyrir bæði raf­magni og metangasi.

Sam­hliða til­kynningunni um skulda­bréfa­út­boðið greindi fyrir­tækið frá því að ó­vissa ríkir um hve­nær fram­leiðsla á raf­knúnum vöru­bílum fyrir­tækisins geti haldið á­fram eftir að fyrir­tækið inn­kallaði 209 bíla ný­verið eftir elds­voða í einum bíl.

Rann­sókn leiddi í ljós að galli í raf­geyma bílsins hafi verið or­sökin af elds­voðanum.

Gengi banda­ríska bíla­fram­leiðandans hefur fallið um 14% í fram­virkum samningum eftir að fyrir­tækið til­kynnti um sölu á breytan­legum skulda­bréfum að fjár­hæð 325 milljón banda­ríkja­dala sem sam­svarar ríf­lega 43 milljörðum ís­lenskra króna.

Nikola fram­leiðir þunga raf­knúna vöru­bíla og var fyrsta fyrir­tækið til að selja tvinn­bíla sem gengu fyrir bæði raf­magni og metangasi.

Sam­hliða til­kynningunni um skulda­bréfa­út­boðið greindi fyrir­tækið frá því að ó­vissa ríkir um hve­nær fram­leiðsla á raf­knúnum vöru­bílum fyrir­tækisins geti haldið á­fram eftir að fyrir­tækið inn­kallaði 209 bíla ný­verið eftir elds­voða í einum bíl.

Rann­sókn leiddi í ljós að galli í raf­geyma bílsins hafi verið or­sökin af elds­voðanum.

Innkölluðu 60% af seldum bílum

Fyrir­tækið sagði einn af í­hlutum raf­geymana hefði lík­lega valdið leka í kæli­vökva í einum af vöru­bílunum. Raf­hlaðan hafði þá of­hitnað sem varð til þess að það kviknaði í bílnum. Vöru­bíllinn sat þá á bíla­plani við höfuð­stöðvar fyrir­tækisins í Phoenix í Arizona-fylki þann 23. júní þegar hann varð al­elda.

Öku­tækin sem voru inn­kölluð eru rúm­lega 60% af öllum raf­knúnum vöru­bílum sem fyrir­tækið hefur fram­leitt undan­farið ár.

Gengi fyrir­tækisins hrundi í kjöl­farið og hefur lækkað um 21% síðast­liðinn mánuð. Dagsloka­gengið 3. ágúst var 3,4 banda­ríkja­dalir en það mun opna í kringum 1,6 dölum í dag.