Hluta­bréfa­verð Tesla hefur hækkað um 9% eftir opnun markaða vestan­hafs en raf­bíla­fram­leiðandinn birti árs­hluta­upp­gjör fyrr í dag.

Sam­kvæmt upp­gjörinu drógust sölu­tölur Tesla saman annan árs­fjórðunginn í röð en þó minna en fjár­festar og greiningar­aðilar höfðu spáð fyrir um. Tesla seldi 443.956 bíla á heims­vísu á þriggja mánaða tíma­bilinu sem er um 4,8% sam­dráttur frá sama tíma­bili í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Tesla hefur hækkað um 9% eftir opnun markaða vestan­hafs en raf­bíla­fram­leiðandinn birti árs­hluta­upp­gjör fyrr í dag.

Sam­kvæmt upp­gjörinu drógust sölu­tölur Tesla saman annan árs­fjórðunginn í röð en þó minna en fjár­festar og greiningar­aðilar höfðu spáð fyrir um. Tesla seldi 443.956 bíla á heims­vísu á þriggja mánaða tíma­bilinu sem er um 4,8% sam­dráttur frá sama tíma­bili í fyrra.

The Wall Street Journal segir sam­dráttinn merki um aukna sam­keppni á raf­bíla­markaðinum þar sem sam­keppnis­aðilar Tesla hafa verið að dæla út nýjum gerðum af bif­reiðum sínum síðustu mánuði.

Sölu­tölurnar sýna þó að Tesla er enn stærsti raf­bíla­fram­leiðandi heims þegar kemur að fjölda bíla en banda­ríska fyrir­tækið missti titilinn um stund til kín­verska raf­bíla­fram­leiðandans BYD.

Fjár­festar fögnuðu varnar­sigrinum og sem fyrr segir hækkaði gengið um 9% en fyrir við­skipti dagsins hafði gengi fé­lagsins lækkað um 16% á árinu.