Líf­tækni­fyrir­tækið Genís hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýju hluta­fé til á­fram­haldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgu­sjúk­dómum. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Genís.

Genís hefur um tveggja ára­tuga skeið unnið að rann­sóknum og þróun á líf­virkum kítín­fá­sykrum til notkunar í fæðu­bótar­efni, lyf og við beinígræðslu.

Sam­kvæmt til­kynningunni komu bæði nú­verandi hlut­hafar og nýir fjár­festar að hluta­fjár­aukningunni.

Líf­tækni­fyrir­tækið Genís hefur tryggt sér 1,1 milljarð króna í nýju hluta­fé til á­fram­haldandi þróunar á beinígræðum og lyfjum við bólgu­sjúk­dómum. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Genís.

Genís hefur um tveggja ára­tuga skeið unnið að rann­sóknum og þróun á líf­virkum kítín­fá­sykrum til notkunar í fæðu­bótar­efni, lyf og við beinígræðslu.

Sam­kvæmt til­kynningunni komu bæði nú­verandi hlut­hafar og nýir fjár­festar að hluta­fjár­aukningunni.

Bald­vin Björn Haralds­son tók sæti í stjórn fé­lagsins 20. júní en auk hans sitja Róbert Guð­finns­son, for­maður stjórnar, Gunn­hildur Róberts­dóttir, Sig­þór Sig­mars­son og Tómas Már Sigurðs­son.

„Trú nú­verandi hlut­hafa og nýrra reynslu­mikilla fjár­festa á ný­af­staðinni hluta­fjár­aukningu endur­speglar þann árangur sem Genís hefur náð að undan­förnu. Fé­lagið stendur styrkum fótum og krafturinn og metnaðurinn í okkar fram­úr­skarandi starfs­fólki gefur til­efni til mikillar bjart­sýni,” segir Róbert Guð­finns­son, stofnandi og stjórnar­for­maður Genís.

Í tilkynningu segir að fjármögnuninni sé fyrst og fremst ætlað að styðja við áframhaldandi klínískar rannsóknir og þróun lyfja og lækningatækja, einkum á sviði beinendurnýjunar þar sem byggt er á endurnýjunar-, beinvirkni-, og bakteríudrepandi eiginleikum kítínafleiða.

Genís á Siglufirði.
© Aðsend mynd (AÐSEND)