Gildi lífeyrissjóður keypti í gær 30 milljónir hluta, eða um 0,6% eignarhlut, í Kviku banka fyrir 420 milljónir króna. Gildi, sem er fimmti stærsti hluthafi Kviku, á nú 5,5% hlut í Kviku sem er 3,8 milljarðar króna að markaðsvirði. Greint er frá kaupum Gildis í flöggunartilkynningu.
Gengi hlutabréfa Kviku í viðskiptunum var 14,0 krónur á hlut. Til samanburðar náði fór dagslokagengi Kviku í ár lægst í 13,25 krónur þann 15. nóvember síðastliðinn en í upphafi árs var gengi félagsins í kringum 18,6 krónur.
Hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði 2,9% í 456 milljóna króna veltu í dag og stendur nú í 14,3 krónum á hlut.
Kvika banki tilkynnti þann 17. nóvember síðastliðin um að hann hefði hafið söluferli á dótturfélagi sínu TM tryggingum. Kvika hyggst selja allt útistandandi hlutafé í TM eða selja hlut í félaginu til kjölfestufjárfesta sem kann að leiða til skráningar.
Stærstu hluthafar Kviku 28. nóvember (fyrir kaup Gildis)
Í % |
9.71% |
7.89% |
7.01% |
6.00% |
4.80% |
3.42% |
2.53% |
2.31% |
2.30% |
2.00% |
1.83% |
1.78% |
1.67% |
1.53% |
1.44% |
1.43% |
1.40% |
1.38% |
1.27% |
1.23% |
1.15% |
1.07% |
1.05% |