Gildi lífeyrissjóður keypti í gær 30 milljónir hluta, eða um 0,6% eignarhlut, í Kviku banka fyrir 420 milljónir króna. Gildi, sem er fimmti stærsti hluthafi Kviku, á nú 5,5% hlut í Kviku sem er 3,8 milljarðar króna að markaðsvirði. Greint er frá kaupum Gildis í flöggunartilkynningu.

Gengi hlutabréfa Kviku í viðskiptunum var 14,0 krónur á hlut. Til samanburðar náði fór dagslokagengi Kviku í ár lægst í 13,25 krónur þann 15. nóvember síðastliðinn en í upphafi árs var gengi félagsins í kringum 18,6 krónur.

Hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði 2,9% í 456 milljóna króna veltu í dag og stendur nú í 14,3 krónum á hlut.

Kvika banki tilkynnti þann 17. nóvember síðastliðin um að hann hefði hafið söluferli á dótturfélagi sínu TM tryggingum. Kvika hyggst selja allt útistandandi hlutafé í TM eða selja hlut í félaginu til kjölfestufjárfesta sem kann að leiða til skráningar.

Stærstu hluthafar Kviku 28. nóvember (fyrir kaup Gildis)

Hluthafi Fjöldi hluta Í %
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 464.083.679 9.71%
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild 377.177.313 7.89%
Stoðir hf. 335.000.000 7.01%
Birta lífeyrissjóður 286.812.412 6.00%
Gildi - lífeyrissjóður 229.521.803 4.80%
Stapi lífeyrissjóður 163.691.759 3.42%
Lífsverk lífeyrissjóður 121.151.316 2.53%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 110.419.572 2.31%
Almenni lífeyrissjóðurinn 109.974.402 2.30%
Stefnir - Innlend hlutabréf hs. 95.422.819 2.00%
Arion banki hf. 87.361.530 1.83%
Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild 85.074.445 1.78%
Landsbréf - Úrvalsbréf hs. 79.621.732 1.67%
Fossar fjárfestingarbanki hf. 73.217.304 1.53%
Vanguard Emerging Markets Stock 68.948.715 1.44%
Sigla ehf. 68.500.000 1.43%
Attis ehf. 66.750.000 1.40%
Brú Lífeyrissjóður starfs sveit 66.179.803 1.38%
SNV Holding ehf. 60.890.000 1.27%
Kvika banki hf. 58.952.375 1.23%
Vanguard Total International S 55.052.206 1.15%
Stefnir - ÍS 5 hs. 50.981.181 1.07%
Landsbankinn hf. 50.238.226 1.05%
Heimild: Kvika banki